Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/6455
Um bókina
Þessi handbók er hugsuð fyrir kórstjóra barnakóra eins og áður hefur komið fram og markmiðið með henni er að kynna skemmtilegar upphitunaræfingar sem hægt er að nota með barnakórum. Þessar upphitunaræfingar eru þó ekki bara leikur einn heldur er verið að vinna markvisst með röddina og í hverjum leik er unnið með ákveðna þætti í sambandi við röddina. Handbókin skiptist í fræðilegan hluta og hagnýtan hluta.
Fyrst er fræðilegi hlutinn og fjallar hann um þroska barnsraddarinnar. Mikilvægt er að kórstjórar geri sér grein fyrir því hvernig barnsröddin þroskast. Að þeir sé meðvitaðir um hvar nemendur eru staddir raddþroskalega séð þegar þeir byrja að syngja í barnakór. Næst er fjallað um þjálfun barnsraddarinnar þar sem meðal annars er farið yfir raddsviðin þrjú og hvernig sé best að vinna með þau. Einnig er farið í mikilvægi réttrar öndunar, líkamsstöðu og upphitunaræfinga fyrir rödd og líkama. Í lok fræðilega hlutans er síðan fjallað um helstu markmiðin með leikjunum.
Í hagnýta hlutanum koma nokkur ráð fyrir kórstjóra um ýmsa þætti varðandi kórastarf. Eftir það koma leikir og æfingar sem þjálfa meðal annars að teygja á röddinni rétta öndun og líkamsstöðu, hita upp líkamann,. Með því að gera æfingarnar að leik myndast jákvætt andrúmsloft og þá ætti að vera kominn góður grundvöllur fyrir heildstæðari og skemmtilegri æfingu.
Lykilorð: Upphitunaræfingar, barnsröddin, keðjusöngvar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Barnakórinn minn.pdf | 1.07 MB | Open | Heildartexti | View/Open |