en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6456

Title: 
 • Title is in Icelandic Íslenska er leikur einn : handbók um íslenskukennslu á yngsta stigi með aðferðum leikrænnar tjáningar
Submitted: 
 • April 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Sem lokaverkefni ákvað höfundur að búa til kennarahandbók með leiðum til að kenna íslensku á yngsta stigi með aðferðum leikrænnar tjáningar. Með handbókinni fylgir fræðileg greinargerð sem styður við kennarahandbókina.
  Í handbókinni Íslenska er leikur einn eru æfingar sem höfundur hefur safnað, útfært og tengt markmiðum aðalnámskrár grunnskóla um íslenskukennslu. Æfingarnar eru útfærðar á mismunandi hátt eftir aldri nemenda og tilgreindir eru þættir sem þær vinna með samhliða íslenskunámi. Jafnframt eru þær aðferðir leikrænnar tjáningar sem notaðar eru í bókinni útskýrðar. Einnig er kafli um námsmat sem hægt er að nýta þegar meta á árangur nemenda í íslenskunámi.
  Í greinargerðinni eru kynntar hugmyndir nokkurra erlendra brautryðjenda í notkun leikrænnar tjáningar og drepið á rannsóknir á leiklist í skólastarfi Einnig er fjallað um þau markmið aðalnámskrár í íslensku sem unnið er eftir í handbókinni og gerð grein fyrir hlutverki leikrænnar tjáningar samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Að lokum eru færð rök fyrir ávinningi nemenda og kennara af notkun leiklistar í skólastarfi.

Accepted: 
 • Oct 12, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6456


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greinargerd_islenska_er_leikur_einn_iam.pdf268.69 kBOpenGreinargerðPDFView/Open
Handbok_islenska_er_leikur_einn_iam.pdf348.61 kBOpenKennarahandbók PDFView/Open