Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/6457
Þessi greinagerð, ásamt verkefnasafni er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í tvennt, greinagerð og verkefnasafn fyrir Náttúrugripasafn Bolungarvíkur. Í greinagerðinni skilgreinum við hugtökin safna- og útikennsla, fjöllum um valdar námskenningar og greinum frá samþættingu og þemanámi. Markmið með greinagerðinni er að skoða kosti og galla ýmissa námskenninga, safnakennslu og samþættingu og tengja það við verkefnasafnið. Í verkefnasafninu setjum við fram hugmyndir að verkefnum sem hægt er að nýta þegar nemendur koma í heimsókn á safnið. Helstu niðurstöður okkar eru þær að í kennslu er fjölbreytni mikilvæg og það að færa kennsluna út fyrir veggi kennslustofunnar eykur á fjölbreytnina og nemendur kynnast betur hvað samfélag þeirra hefur upp á að bjóða.