en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6459

Title: 
  • Title is in Icelandic Vögur, moggar og maðir : fleirtölumyndun barna í 1.-4. bekk
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Fleirtölumyndun barna í 1.-4.bekk
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fyrst fjallað lítillega um tungumálið og sérkenni þess. Rakin eru helstu einkenni beygingarkerfisins, sá hluti þess sem snýr að nafnorðum. Einkum er þar sjónum beint að fleirtölumyndun kvenkyns- karlkyns- og hvorugkynsorða þar sem fleirtölumyndunin er grundvallaratriði í rannsókninni eins og síðar kemur fram. Þá er sagt frá þremur íslenskum rannsóknum sem fjalla um fleirtölumyndun ungra barna og niðurstöðum úr þeim gerð skil í stuttu máli. Í framhaldi af því er sagt frá nýrri rannsókn sem gerð var nú á vorönn 2010. Fleirtölupróf var lagt fyrir 40 nemendur í 1., 2., 3. og 4. bekk í tveimur grunnskólum í Reykjavík. Í prófinu áttu börnin að mynda fleirtölu, fyrst af raunorðum, þ.e. orðum sem þekkt eru og viðurkennd í málinu og eftir það fengu þau svokölluð bullorð, orð sem formsins vegna gætu tilheyrt tungumálinu en eru þó ekki notuð né viðurkennd, þ.e. merkingarlaus en svipuð að uppbyggingu og raunorðin. Niðurstöður úr þeirri rannsókn eru svo reifaðar og ræddar í umræðukafla.

Accepted: 
  • Oct 12, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6459


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
VUVritgerð2.pdf1.06 MBLockedHeildartextiPDF