is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/646

Titill: 
 • Meðferð með hjálp dýra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hafa meðferðarformin „meðferð með hjálp dýra“og „virkni með hjálp
  dýra“ rutt sér rúms meðal sérfræðinga erlendis og eru þessi meðferðarform viðurkennd sem
  eitt af meðferðarúrræðum fyrir hina ýmsu markhópa. Þessi meðferðarform hafa verði notuð
  bæði inni á sjúkrastofnunum og í skólum. Hér á landi er stutt síðan það varð vakning á
  möguleikum þessa meðferðarforms og má segja að Ingibjörg Hjaltadóttir og
  hjúkrunarfræðingarnir á Landakoti hafi verði frumkvöðlar hér á landi með rannsókn sinni sem
  þær gerðu á áhrifum „meðferðar með hjálp dýra“ á minnissjúklinga á
  öldrunarlækningardeildum L-1 og L-4 á Landakoti. Í kjölfarið kom önnur rannsókn á gildi
  meðferðarinnar fyrir einhverfa drengi sem Halla Harpa Stefánsdóttir þroskaþjálfi gerði. Í dag
  er komin vísir að skipulögðu starfi með þessi meðferðarform með tilkomu Heimsóknarhunda
  Rauðakrossins og það er trúlega aðeins upphafið af því að „meðferð með hjálp dýra“ og
  „virkni með hjálp dýra“ verði algengari meðferðarform í framtíðinni hérlendis. Ekkert er um
  að meðferðarformið sé notað með markvissum hætti í leik- og grunnskólum hér á landi, en
  það er notað víða erlendis með góðum árangri. Tvær konur hafa upp á sitt einsdæmi tekið upp
  á því að vera með dýr í starfi með börnum. Önnur konan, leikskólastjóri í leikskóla sem
  vinnur út frá náttúrustefnu, er með dýr en þar er ekki frekar en í öðrum leikskólum unnið
  markvisst að „meðferð með hjálp dýra“ og „virkni með hjálp dýra“ þó svo að nærvera
  dýranna kenni börnunum margt. Seinni konan er kennari í litlum skóla sem ákvað að taka
  hundinn sinn með sér í vinnuna í stað þess að skilja hann eftir einan heima. Þessar tvær konur
  eru frumkvöðlar þegar kemur að því að vinna með börnum og dýrum. Það er enn fleiri farnir
  að sýna þessu áhuga og vonandi eigum við eftir að sjá fleiri leik- og grunnskóla opna dyrnar
  og bjóða dýr velkomin í skólastarfið.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úrdráttur.pdf53.38 kBOpinnMeð hjálp dýra - útdrátturPDFSkoða/Opna
Meðferð með hjálp dýra.pdf343.46 kBLokaðurMeð hjálp dýra - heildPDF
Heimildarskrá.pdf84.15 kBLokaðurMeð hjálp dýra - heimildaskráPDF
Efnisyfirlit.pdf75.09 kBLokaðurMeð hjálp dýra - efnisyfirlitPDF