is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6464

Titill: 
  • Foreldrar - styðjum börn okkar til læsis : fræðileg umfjöllun um læsi og mikilvægi foreldra í lestrarnámi barna, ásamt eigindlegri rannsókn á viðhorfum og lestrarvenjum foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um læsi og hlutverk foreldra í lestrarnámi barna. Læsi er grundvallaratriði til að geta lifað og starfað í samfélagi manna. Að vera læs er meira en að geta ráðið í letur, það felur einnig í sér ritun, tal, hlustun og skilning á því sem er lesið. Lestrarnám hefst því þegar börn eru mjög ung og löngu áður en þau byrja í skóla með svokölluðu byrjendalæsi. Mikilvægur þáttur í byrjendalæsi og undirstaða lesturs er tungumálið og benda rannsóknir á mikilvægi félagslegra samskipta fyrir máltöku og lestrarfærni barna og að samband er á milli málþroska og námsárangurs.
    Þáttur foreldra er því mikilvægur og getur skipt sköpum fyrir lestrarfærni barna. Viðhorf foreldra til lesturs, væntingar, hegðun og lestrarvenjur þeirra, sem og það lestrarumhverfi sem barnið elst upp í spila þar stórt hlutverk. Kennarar gegna einnig mikilvægu hlutverki í lestrarnámi barna, en frumábyrgðin hvílir á foreldrum og sú þekking og reynsla sem barnið býr að þegar það byrjar í skóla, getur skipt sköpum fyrir komandi lestrarnám þeirra. Mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir því að hlutverki þeirra er síður en svo lokið þó að barnið byrji í skóla og hefji sitt formlega lestrarnám. Halda þarf áfram að styðja við lestrarnámið í samvinnu við skólann, hvetja barnið og vera því góð fyrirmynd, því svo læra börnin málið að fyrir þeim er haft.
    Í eigindlegu rannsókninni sem fylgir ritgerðinni var athugað viðhorf, væntingar og lestrarvenjur fimm foreldra sem og lestrarumhverfið sem börn þeirra alast upp við. Í máli foreldranna kom fram að allir foreldrarnir höfðu mjög jákvætt viðhorf til lestrar, lásu mikið og töldu að viðhorf foreldra og það lestrarumhverfi sem börnin alast upp við hafi mikil áhrif á lestrarfærni barna.

Samþykkt: 
  • 12.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldrar - styðjum börn okkar til læsis.pdf260.38 kBLokaðurHeildartextiPDF