Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6471
Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og fjallar um möguleika á samþættingu listgreina við aðrar námsgreinar með áherslu á náttúrufræði á yngsta stigi grunnskólans. Við teljum að kennsla í náttúrufræði geti tengt allflestar námsgreinar saman svo úr verði heildstætt nám, þar eð möguleikar í náttúrufræðikennslu eru afar miklir og fjölbreyttir. Verkefnið er tvískipt. Í fyrri hluta þess er fræðileg umfjöllun um helstu áhrifavalda vestrænna hugmyndafræðinga og kennismiða í námi og kennslu og hvernig hugmyndir þeirra geta nýst kennurum í íslenskum skólum. Fjallað er um mikilvægi þess að hafa þroskaþætti barna í huga við skipulagningu náms. Greint er frá vægi tónlistar, dans og leiklistar í námi. Sagt er frá tilurð hugmyndafræði söguaðferðar og útfærslu á söguramma sem unnt er að nýta á fjölmarga vegu í kennslu. Í seinni hluta verkefnisins er að finna kennsluhugmyndir í formi söguramma og ítarefni um lífríki hafs og fjöru. Í fylgiskjölum er saga um rækjuna Kampalampa svo og sjálfsmat. Kennsluefnið miðast við 7–8 ára gömul börn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hafið bláa hafið - fræðileg umfjöllun.pdf | 333,37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Hafið bláa hafið - kennsluhugmyndir.pdf | 391,14 kB | Opinn | Kennsluhugmyndir | Skoða/Opna |