en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6486

Title: 
  • Title is in Icelandic Það læra börn sem fyrir þeim er haft : mikilvægi málörvunar og kennslugögn
Submitted: 
  • April 2010
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed gráðu í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2010. Í fyrri hluta verkefnisins kynntum við hugmyndir og kenningar nokkurra fræðimanna um máltöku barna ásamt því að skoða hvaða áhrif nærumhverfið hefur á þroskaferil barnsins. Skoðuðum hvernig máltökuferli þróast hjá börnum, gerðum grein fyrir stigum máltökunnar og hversu mikilvægur börnum góður orðaforði er. Málið er okkar mikilvægasta tæki til samskipta og því er mikilvægt að börn nái góðum tökum á því. Við settum fram hugmyndir um það hvernig málfyrirmyndir (foreldrar, leikskólakennarar) geta stuðlað að auknum orðaforða og betri málvitund barna. Lögðum upp með spurninguna: Er málörvun nauðsynleg til að efla málþroska ungra barna? Og leituðumst við að svara henni. Í síðari hluta verkefnisins gerðum við tillögur að 10 málörvunarstundum fyrir elstu börn leikskólans (með áherslu á íslensku húsdýrin) sem allar höfðu það markmið að efla orðaforða og hljóðkerfisvitund, auk þess að þjálfa færni barna í frásögn og hlustun því góður orðaforði og sterk hljóðkerfisvitund er undirstaða farsæls lestrarnáms síðar meir. Einnig fylgja verkefninu okkar kennslugögn sem við útbjuggum, annars vegar orðaforðaspil um íslensku húsdýrin og hins vegar rímspil. Lykilorð: Málörvun, orðaforði, hljóðkerfisvitund, hlustun og frásögn.

Accepted: 
  • Oct 13, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6486


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Það læra börn sem fyrir þeim er haft Lokaverkefni 2010.pdf1.81 MBLockedHeildartextiPDF