is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6495

Titill: 
  • Einstaklingsmiðað nám í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einstaklingsmiðað nám er kennslufræðileg heimspeki sem byggir á kenningum um ólíkan námsstíl, fjölgreind og einstaklingsmun þar sem hvetjandi námsumhverfi, sveigjanleiki og fjölbreyttir kennsluhættir eru hafðir í fyrirrúmi. Aðferðin snýst um mikilvægi þess að koma til móts við mismunandi þarfir hvers nemanda þannig að sá hinn sami öðlist hámarksárangur í náminu. Hugmyndir einstaklingsmiðaðs náms eiga sér rætur í hugmyndasögu uppeldis og mennta en fylgismenn kennslufræðinnar sækja meðal annars í hugmyndir kennimanna á borð við Jean- Jacques Rousseau, John Dewey, Maria Montessori og Jean Piaget. Menntastefnan hefur hlotið vaxandi fylgist í mörgum löndum og hafa nýlegar rannsóknir sýnt aukinn vilja kennara hér á landi á því að taka upp fyrrgreinda kennsluaðferð. Í sömu rannsóknum hafa niðurstöður hins vegar sýnt að þrátt fyrir vilja kennara notist flestir skólar hérlendis nær eingöngu við hefðbundna kennslu í formi bekkjarkennslu. Slíkar niðurstöður eru í bága við þær áherslur sem stjórnvöld hafa reynt að stuðla að undanfarin ár, með markvissri stefnumótun um að færa nám og kennslu i meira einstaklingsmiðaðra form.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Tilbúið pdf.pdf559.04 kBLokaðurHeildartextiPDF