is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6496

Titill: 
  • Tal- og málþroskaraskanir barna : viðhorf, upplifun og reynsla foreldra á þjónustunni sem börn þeirra fá
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá eigindlegri rannsókn á viðhorfum, upplifun og reynslu foreldra barna með tal- og málþroskaröskun til þjónustunnar sem börn þeirra fá. Tekin voru opin viðtöl við foreldra fimm barna með tal-og málþroskaröskun. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að börn eru helst að fá þjónustu frá talmeinafræðingum og stuðning í leik- og grunnskóla. Almennt voru foreldrarnir ánægðir með þá þjónustu sem börn þeirra fengu og þá sérstaklega þjónustu talmeinafræðinga og stuðning leikskóla. Vísbendingar komu fram um að grunnskólinn stæði sig ekki eins vel og leikskólinn í að veita börnunum viðeigandi úrræði. Þá kom einnig fram að foreldrar eru ósáttir við þann mikla kostnað sem fylgir því að vera með barn hjá talmeinafræðing og hversu lítið hið opinbera tekur þátt í að styðja foreldra og börn sem þurfa á þessari þjónustu að halda.
    Lykilorð: Tal- og málþroskaröskun, framburðarfrávik, sértæk málþorskaröskun, eigindleg rannsókn, reynsla foreldra.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Rósalind.pdf419.68 kBLokaðurHeildartextiPDF