Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/650
Hér á eftir verður fjallað um eigindlega rannsókn sem gerð var á samskiptum heyrnarlausra barna við heyrandi börn í leikskóla. Gerðar voru athuganir á tveimur drengjum, fjögurra og fimm ára, sem báðir eru heyrnarlausir en hafa fengið kuðungsígræðslu. Auk þess voru viðtöl tekin við móður annars drengsins og við sérkennara í leikskóla þeirra. Leitast var eftir því að gera grein fyrir stöðu heyrnarlausra barna í leikskóla og að kynnast kuðungsígræðslu og áhrifum hennar á samskiptafærni heyrnarlausra barna.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að munur er á samskiptaleiðum heyrnarlausra barna með kuðungsígræðslu og heyrandi barna. Heyrnarlausu drengirnir sem rannsóknin beindist að notuðu talmál fram yfir táknmál sem tjáningarleið rétt eins og heyrandi börn. Munurinn var þó sá að heyrnarlausu drengirnir trufluðust við hávaða og gátu ekki alltaf heyrt það sem sagt var. Annar drengjanna þurfti einnig alltaf að horfa á viðmælanda sinn annars náði hann ekki að fylgjast með umræðunni. Báðir drengirnir nutu sín í leikskólanum og sóttu jafn mikið í félagsskap heyrandi barna sem heyrnarlausra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Microsoft Word - lokaverkefnid.pdf | 332.61 kB | Opinn | heildar verkefni | Skoða/Opna |