is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6504

Titill: 
  • Þekking og fæðuval unglinga : munur kynjanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fæðuval unglinga er almennt ekki samkvæmt ráðleggingum. Þeir hafa tilhneigingu til að velja óhollari fæðu og borða ekki mikið af grænmeti og ávöxtum. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvort samband er á milli þekkingar og fæðuvals unglinga og einnig að kanna hvort að munur væri á milli kynja. Í upphafi rannsóknarinnar voru alls 295 þátttakendur sem valdir voru af handahófi úr þremur skólum. 261 þáttakendur svöruðu spurningarlistum sem lagðir voru fyrir 124 stelpur og 137 strákar. Þegar kom að viðtölunum voru þátttakendur 125 stelpur og 123 strákar. Rannsóknin var megindleg og var upplýsinga sem notaðar voru í þetta verkefni aflað með spurningalistum og sólarhringsupprifjun á mataræði. Marktækur kynjamunur kom í ljós og var áberandi hversu takmörkuð þekking virtist almennt vera á næringu og hollustu. Svarmöguleikarnir voru rétt, rangt, veit ekki og vill ekki svara. Þátttakendur svöruðu gjarnan „veit ekki“ eða merktu við rangt svar. Stúlkurnar svöruðu oftar „veit ekki“, en strákarnir svöruðu oftar rétt. Strákar voru jafntframt nær ráðleggingum um mataræði og fengu fleiri næringarefni úr fæðunni, enda borðuðu þeir meira en stelpurnar. Sé litið til sambands næringar og þekkingar mátti sérstaklega sjá mun á réttum svörum og neyslu trefja. Einnig jókst fiskneysla unglinganna eftir því sem þeir vissu meira um næringu. Þeir sem vissu meira borðuðu minna af harðri fitu. Kolvetnahlutfall í fæðu jókst einnig eftir því sem þátttakendur svöruðu fleiri spurningum rétt. Þeir sem merktu við flest rétt svör fengu einnig að fá minnst af viðbættum sykri. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þekking framhaldsskólanemenda á næringu og hollustu sé takmörkuð. Í því samhengi má velta fyrir sér hlutverki skólans, og hvort börn og unglingar fá næga kennslu á þessu sviði. Svör stúlkna við þekkingarspurningum voru á þann veg að líklegt má telja að þær meðtaki upplýsingar um næringu frekar frá fjölmiðlaumræðu og auglýsingum en úr kennslu, en það þarf að skoða frekar. Tengsl voru á milli fjölda réttra svara úr þekkingarspurngingum og gæðum mataræðis, sem ætti enn fremur að vera hvatning til að leggja áherslu á næringarfræðslu í skólastarfi með það að leiðarljósi að bæta mataræði unglinga.
    Lykilorð: Fæðuval.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
H&M.pdf629.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna