is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6505

Titill: 
  • Notkun barnabóka í leikskólastarfi : markmið forsendur leiðir : rannsókn í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun barnabóka í leikskólastarfi með hliðsjón af markmiðum, forsendum og leiðum og fólst í því að skoða bókmenntastarf á leikskólastigi, markmið þess og stefnur: lestur fyrir börnin, aðstæður fyrir bókmenntastarfið, aðgengi barnanna að bókum, bókakost og bókainnkaup leikskólans ásamt umsjón með bókum. Tekin voru þrjú hálfopin viðtöl við tvo deildarstjóra, einn á yngri deild og annan á eldri deild, og einn leikskólastjóra, alla á einum leikskóla á landsbyggðinni; að auki var framkvæmd stutt vettvangsathugun á báðum deildunum og á bókasafni leikskólans. Gögnin voru tekin upp og skráð, síðan vélrituð og loks greind. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að notkun barnabóka í leikskólastarfi sé nokkuð góð í þroskaþáttum svo sem málþroska, vitrænum þroska og þróun læsis en ábótavant í þroskaþáttum svo sem tilfinninga-, félags- og siðgæðisþroska og menningarlegu hlutverki barnabóka. Hægt er að draga þá ályktun að skýr markmið um notkun barnabóka í skólanámskrá myndu auðvelda að skapa réttar forsendur og vinna markvisst með barnabækur.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð - lokaloka.pdf280.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna