is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6506

Titill: 
  • Tengsl félagsaðstæðna og breytinga á depurðareinkennum hjá móður við breytingar á líðan barns í fjölskyldumeðferð við offitu
  • Titill er á ensku Association of socioeconomic status and changes in maternal depression symptoms to changes in child psychological well-being during family-based behavioral treatment for childhood obesity
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita meðal barna hefur verið vaxandi vandamál í heiminum á síðustu árum. Vísbendingar eru um að hátt hlutfall barna sem leita meðferðar við offitu eigi við sálræna erfiðleika að stríða. Á Íslandi er þörf á að meta og bæta meðferðir við offitu barna þar sem fátt er um úrræði og fáar rannsóknir hafa verið gerðar. Í þessari ritgerð verður meistararannsókn kynnt og farið stuttlega yfir stöðu þekkingar á líðan of feitra barna og hvað hefur áhrif á líðan þeirra.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort félagsaðstæður og breytingar á líðan foreldra hafi áhrif á breytingar á líðan barna í meðferð við offitu þegar börnin meta sjálf líðan sína. Þátttakendur í rannsókninni voru sextíu og eitt barn og foreldrar þeirra sem luku fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn á Barnaspítala Hringsins. Sjálfsmatskvarðar voru notaðir fyrir og eftir meðferð til að meta depurð hjá foreldrum og depurð, kvíða og sjálfsmynd barnanna. Einnig var notast við líkamsmælingar þátttakenda fyrir og eftir meðferð. Notast var við fylgniútreikninga og dreifigreiningu fyrir endurteknar mælingar til að skoða tengsl. Ýtarleg greining var aðeins gerð hjá þeim þátttakendum sem luku meðferðinni með móður sinni. Einungis sex feður luku meðferð með barni sínu og voru þeir of fáir fyrir sértæka gagnagreiningu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki séu tengsl á milli breytinga á einkennum depurðar hjá móður við breytingar á depurðareinkennum (r=-0,232 p=0,091), kvíðaeinkennum (r=-0,026, p=0,856) né sjálfsmynd barns (r=0,083 p=0,0546) í meðferð við offitu, þegar barnið sjálft metur líðan sína. Hins vegar kom í ljós að breyting á einkennum depurðar (F(1.50)=4.885; p=0.032) og kvíða barns (F(1.48)= 4.263; p=0.044) tengdist aldri móður. Meiri jákvæð breyting var hjá börnum yngri mæðra en þeirra eldri. Niðurstöður okkar sýndu jafnframt að jákvæð breyting á sjálfsmynd barna var háð því hvernig þeim gekk að ná stjórn á þyngd sinni (F(1.51)= 5.642; p=0.021). Strákar sýndu meiri jákvæðar breytingar á einkennum kvíða en stelpur (p<0,001).
    Af niðurstöðum okkar má draga þá ályktun að breyting á einkennum depurðar hjá móður hafi ekki áhrif á breytingar á líðan barna í offitumeðferð, þegar barnið sjálft metur líðan sína. Þörf er á frekari rannsóknum þar sem líðan barns er metin af fleirum en einum aðila.

  • Útdráttur er á ensku

    Childhood obesity is a chronic, prevalent disease that may have severe consequences on the child´s psychological well-being. Associations have been observed between maternal psychopathology and psychological problems in obese children. Furthermore, improved maternal psychopathology has been associated with changes in parent-reported psychological problems in obese children during family-based behavioral treatment (FBBT).
    The aim of this study was to examine the effects of familial demographic factors and changes in parental depression on changes in self-reported psychological well-being of children undergoing FBBT. Participants were 61 obese children (BMI-SDS>2.4, aged 7-13) and one parent with each child who completed an 18-week treatment at the Children’s Medical Center in Iceland. Demographics were measured before treatment. Anthropometry, parental depression and child psychological depression, anxiety, and self-concept were measured before and after treatment. Analytical analysis were only made on participants who completed the treatment with their mother, as only six fathers completed the treatment.
    The results showed that child and parental weight status decreased from pre to post treatment (p<0.001). Significant improvements were also observed for both parental depression (p<0.05), child depression (p<0.05), anxiety (p<0.05), and self-concept (p<0.001). Changes in mothers’ depression were not associated with self-reported changes in children’s depression (r=-0,232 p=0.091), anxiety (r=-0.026, p=0.856) and self-concept (r=0.083 p=0.0546). Positive changes in children‘s depression (F(1.50)=4.885; p=0.032) and anxiety (F(1.48)= 4.263; p=0.044) were associated with younger age of mother. A positive change to children’s self-concept was dependent on the child’s weight reduction (F(1.51)= 5.642; p=0.021). Compared to girls, boys improved more in terms of reduced anxiety during the course of FBBT (p<0.001).
    The findings indicate that the method used to measure obese children’s psychological problems may affect whether an association is observed between children’s and parental measures of psychological concerns. This methodological issue should be taken into consideration in future research of the association between parental and child psychological well-being.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÓEB-ritgerð.pdf268,89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna