is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6512

Titill: 
  • Hvað felst í stærðfræðinámi ungra barna? : fræðileg umfjöllun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er heimildaritgerð þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna og þróun stærðfræðihugsunar þeirra. Var þá sérstaklega horft til barna á leikskólaaldri. Í aðalnámskrá leikskóla er hvergi beint minnst á stærðfræði eða stærðfræðinám en leikskólar geta, með því að bjóða upp á námsumhverfi sem inniheldur viðfangsefni sem eru ögrandi, gert stærðfræðinám barna markvissara. Leitað var í heimildum að því hvað væri stærðfræði og í hvaða mynd hún birtist ungum börnum. Fjallað var um helstu inntaksþætti í stærðfræðinámi ungra barna og kenningar fimm hugmyndafræðinga voru skoðaðar. Greint var hvernig þeir litu á að ung börn lærðu og þroskuðust, en jafnframt skoðað hvernig hugmyndir þeirra tengjast inn í starf leikskóla. Einnig var farið inn á leikinn og hann skoðaður með tilliti til hvernig stærðfræði fléttast inn í hann. Tekin voru dæmi um einingakubbana þar sem þeir eru leikefni sem til er í mörgum leikskólum og sýnt hvernig hægt væri að nota þá í tengslum við stærðfræðinám á þessu fyrsta skólastigi.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak ritgerðar í pdf formi.pdf798,66 kBLokaðurHeildartextiPDF