en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6516

Title: 
  • is Starfsánægja í leikskólum Reykjanesbæjar
Submitted: 
  • April 2010
Abstract: 
  • is

    Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed gráðu í leikskólafræði og fjallar um starfsánægju í leikskólum Reykjanesbæjar. Notuð var megindleg aðferð til að svara spurningunum: Hvers vegna velur fólk að starfa í leikskóla? Í hverju felst starfsánægja starfsfólks leikskóla? Hvað er það sem dregur úr starfsánægju?
    Starfsfólk fimm leikskóla í Reykjanesbæ svöruðu spurningalista sem birtur var rafrænt og var svarhlutfallið 67%. Helstu niðurstöður sýndu að fólk velji sér starf í leikskóla vegna áhuga á börnum og menntun en ekki vegna launa. Starfsánægjan felst í góðum aðbúnaði starfsfólks innan sem utan deilda, góðri stjórnun leikskólans, nýtingu mannauðs og góðum samskiptum á milli starfsfólks. Það sem helst dregur úr starfsánægjunni er mikið álag vegna veikinda og fjarveru starfsmanna sem leiðir til undirmönnunar á deildum. Það er því samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar, ríkjandi starfsánægja í leikskólum Reykjanesbæjar. Fólki líður almennt vel og er virt að verðleikum undir góðri stjórn.

Accepted: 
  • Oct 14, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6516


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaritgerð.pdf1.23 MBLockedHeildartextiPDF