is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6518

Titill: 
 • Samfella í námi ungra barna : rannsókn á samstarfi skólastiganna í Rangárþingi eystra og viðhorfs kennara til samstarfsins
Titill: 
 • Rannsókn á samstarfi skólastiganna í Rangárþingi eystra og viðhorfs kennara til samstarfsins.
Útgáfa: 
 • Apríl 2010
Útdráttur: 
 • Í rannsókn þessari er leitast við að svara hvernig samstarfi leik-og grunnskóla í Rangárþingi eystra er háttað og hvert viðhorf kennarar gagnvart samstafinu sé, hvort þeir telji sig hafa tekist að skapa hugmyndafræðilega samfellu á milli stiganna og um leið sameiginlega sýn á börnin.
  Í fræðilega hluta rannsóknarinnar er fjallað um það helsta sem fræðimenn og rannsóknir hafa að segja um samstarf skólastiganna og varpað getur ljósi á niðurstöður rannsóknarinnar.
  Aðferðarfræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggir á opnum viðtölum við lykilpersónur í samstarfi skólanna. Viðtölin og úrvinnsla þeirra fóru fram á vormisseri 2010. Leitast var við að fá fram upplifun viðkomandi einstaklinga á því hvernig samstarfið hefur gengið og sú upplifun svo mátuð við það sem fræðin segja.
  Helstu niðurstöður eru þær að ánægja er með það samstarf sem komið hefur verið á fót milli skólastiganna tveggja í Rangárþingi eystra, samstarfi sem enn er í örri þróunn. Utan að komandi aðstæður hafa haft mikil áhrif á samstarfið en það hefur ekki haft áhrif á áhuga og eljusemi þeirra sem vinna að samstarfinu. Þátttakendur eru allir sammála um að þótt almenn ánægja sé með samstarfið sé nauðsynlegt að gera betur og þá sérstaklega með það fyrir augum að stuðla að sameiginlegri sýn milli stiganna tveggja. Þátttakendur hafa einlægan áhuga á að kynna sér betur starfshætti hvors annars með það fyrir augum að flétta saman það besta frá báðum skólastigum.

Samþykkt: 
 • 14.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_Erla Berglind.pdf404.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna