Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6519
Ævintýri Móa ánamaðks er myndskreytt saga, skrifuð á vormisseri 2010 sem lokaverkefni á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Sagan, sem er ætluð börnum á leikskólaaldri, er byggð á heimildum um ánamaðka og segir frá ævintýrum sem ánamaðkarnir Mói, Leifi og Steini lenda í. Tilgangur sögunnar er að fræða börn og fullorðna um lifnaðarhætti ánamaðka og aðstæður sem þeir lifa við og markmiðið að hún styðji við náttúru- og umhverfisfræðslu í leikskólum.
Í greinargerð með sögunni er greint frá mikilvægi náttúru fyrir börn og hvernig þau skapa sér hugmyndir um veröldina sem standast ekki alltaf viðtekna þekkingu. Í tengslum við slíkar hugmyndir var gerð könnun á hugmyndum barna um ánamaðka. Fjallað er um gildi barnabóka í leikskólastarfi, til að miðla fróðleik og gera texta merkingarbæran í tengslum við reynslu. Greint er frá kenningum um nám þar sem horft er á einstaklinginn í tengslum við umhverfi sitt og að þekking byggist upp með reynslu. Jafnframt eru settar fram hugmyndir að því hvernig nýta megi söguna í leikskólastarfi og tengja við öll námsvið Aðalnámskrár leikskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ævintýri Móa ánamaðks og félaga.pdf | 3,56 MB | Opinn | Myndskreytt saga | Skoða/Opna | |
Ævintýri Móa ánamaðks og félaga greinargerð með myndasögu.pdf | 710,53 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |