en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6522

Title: 
  • is Það sem á við um einn, á ekki endilega við um annan : viðhorf starfsfólks leikskóla til vinnu með fjölmenningarlega stefnu
Submitted: 
  • April 2010
Abstract: 
  • is

    Viðfangsefni þessa verkefnis var að kanna viðhorf starfsfólks í leikskóla til vinnu með fjölmenningarlega kennslu. Tilgangurinn var að kanna hvernig viðmælendum fannst þeir undirbúnir til að takast á við fjölmenningarlegt starf og hvernig unnið er með þá áhersluþætti sem að fram koma í Fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar. Ég notaði eigindlega rannsóknaraðferð og tók viðtöl við sex starfsmenn í þremur leikskólum í Reykjavík. Leikskólarnir voru valdir með tilliti til mismunandi fjölda tvítyngdra barna. Aðferðina valdi ég til að fá fram reynslu og viðhorf viðmælenda. Niðurstöður benda til þess að þátttakendur séu almennt jákvæðir gagnvart vinnu með fjölmenningu. Það er vilji til þess að mæta ólíkum þörfum barnanna. Einstakir þættir eru unnir samkvæmt fjölmenningarstefnunni en mismunandi er hvernig það er gert. Þátttakendur voru á einu máli um að efla þyrfti foreldrasamstarf og ekki var alls staðar unnið markvisst í kennslu íslensku sem viðbótarmáli. Það þarf skipulag í kennsluaðferðum og stefnumótun þarf að vera skýrari innan skóla.

Accepted: 
  • Oct 14, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6522


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Ed Ingu Marínar Óskarsdóttur.pdf370.9 kBLockedHeildartextiPDF