Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6526
Tilgangur þessa lokaverkefnis er að setja fram greinagerð um gildi útikennslu og leggja fram hugmyndir að verkefnasafni í útikennslu fyrir starfsfólk á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Hugmyndin með gerð þessa verkefnasafns er sú að hvetja starfsfólk til að kynna sér þá möguleika sem felast í umhverfi leikskólans til að auka fjölbreytileika í námi barnanna. Að það veki fólk til umhugsunar um þau tækifæri sem felast í nærumhverfinu og stuðli að nýrri upplifun af útiveru.
Verkefninu er skipt í tvo hluta. Annars vegar er greinagerð þar sem hugtakið útinám er skilgreint og rætt um mikilvægi þess að nýta umhverfið til kennslu. Hins vegar verkefnasafn fyrir leikskólakennara sem unnið er út frá hugmyndum um útikennslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Útikennsluverkefni fyrir leikskólann á Hvammstanga, verkefnasafn.pdf | 2.45 MB | Opinn | Verkefnasafn | Skoða/Opna | |
útikennsluverkefni fyrir leikskólann á Hvammstanga, greinagerð.pdf | 688.82 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |