is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/654

Titill: 
 • Foreldrasamstarf í leikskólum í anda Reggio Emilia
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. –prófs við kennaradeild Háskólans á
  Akureyri á vormisseri 2007. Tilgangurinn er að skoða hvernig hægt er að gera leikskólastarf sýnilegt
  með sérstakri áherslu á uppeldisfræðilegar skráningar.
  Komið er inn á samstarf heimila og skóla, ábyrgð og skyldur foreldra og kennara gagnvart
  samstarfi. Gott samstarf heimila og skóla og samspil áður nefndra þátta ætti að leiða til bætts árangurs
  leikskólastarfsins í heild
  .
  Fjallað er um hvernig lög og reglugerðir varðandi foreldrasamstarf hafa þróast frá því að
  uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili var gefin út 1985 og til dagsins í dag. Komið er inn á nýjar leiðir
  til samstarfs við foreldra. Skoðað er hvernig leikskólinn Iðavöllur á Akureyri gerir starf sitt sýnilegt á
  heimasíðu leikskólans. Gerð er grein fyrir áherslum í foreldrasamstarfi hjá Reykjavíkurborg og
  Kópavogsbæ og hjá Félagi leikskólakennara. Fjallað er um leikskólastarf í anda Reggio Emilia,
  undirstöðu fyrir nám barna, hlutverk kennarans og rétt barna og foreldra. Uppeldisfræðilegar
  skráningar og möguleikar sem þær bjóða er tekið til skoðunar, gerð er grein fyrir hvernig skráningar
  eru framkvæmdar og hvernig hægt er að gera leikskólastarf sýnilegt foreldrum. Fjallað er um túlkun
  skráninga og hvernig hægt er að nota þær til þróunar í starfi. Að lokum er fjallað um gagnrýni á starf í
  anda Reggio Emilia, og hindranir í gerð skráninga.
  Skráning byggir alltaf á vali þess sem skráir, þess vegna má segja að það felist val í því sem
  við kjósum ekki, það sýnir ákveðnar áherslur. Þegar verið er að skrá er verið að taka þátt í því að
  byggja eða endurbyggja líf barna og í leiðinni að setja okkar merkimiða á það sem við teljum vera
  mikilvægt eða merkilegt í lífi barna.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldrasamstarf í leikskólum í anda Reggio Emilia - án samnings.pdf298.53 kBTakmarkaðurForeldrasamstarf - heildPDF