Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6543
Megin markmið þessa lokaverkefnis var að skoða samhengið á milli frjálslesturs nemenda, eða lesturs til ánægju og árangurs í námi. Til þess að ná fram þessu markmiði og leita svara við rannsóknarspurningunni voru skoðaðar rannsóknir og kannarnir fræðimanna á þessu sviði. Í verkefninu er einnig greint frá eigin könnun sem ég gerði á frjálslestri nemenda í 10. bekk á ensku og íslensku. Í þessari könnun var samhengi á milli lesturs og árangurs í námi skoðað. Þegar ég bar rannsóknir fræðimanna og mína könnun saman kom í ljós að niðurstöðurnar voru þær sömu. Það er óumdeilanlegt samhengi á milli þess að lesa frjálst og sér til ánægju og einkunna og árangurs í námi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 495,46 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 163,13 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 224,85 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |