Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/6546
Handbókin Hvert andartak skiptir máli er ætluð kennurum sem hafa áhuga á að nota gjörhygli (e. mindfulness) í kennslu. Gjörhygli er hugleiðsluaðferð og lífsstíll sem verður vinsælli með hverjum deginum úti í hinum stóra heimi. Hugmyndin er að auðvelda kennurum að nálgast þessi fræði og tileinka sér þau með lítilli handbók. Í bókinni er efnið einfaldað eins mikið og unnt er. Í greinargerð sem fylgir er farið dýpra í fræðin ásamt því að útskýra val efnis í bókina. Handbókin inniheldur útskýringar á hvað gjörhygli er og hvernig kennarar geta stundað gjörhygli. Þar eru einnig leiðbeiningar um hvernig er hægt að kenna nemendum gjörhygli. Kennarastarfið getur verið krefjandi þó skemmtilegt sé. Gjörhygliástundun getur auðveldað kennurum að þola álag og streitu sem fylgir starfinu. Ástundun nemenda getur haft stórfelld áhrif til góðs á námsárangur og líðan þeirra í námi. Heilmikil reynsla er komin á ágæti þessara fræða í Bandaríkjunum. Handbókin gæti komið kennurum að góðum notum og réttlætanlegt er að skoða vel möguleika gjörhygli í námi og kennslu hér á landi.