Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6550
Í verkefninu er fjallað um biblíunöfn og stöðu þeirra í íslensku samfélagi að auki er umfjöllun um dýrlinganöfn og önnur nöfn sem hafa vísun í kristna trú. Algengustu nöfnunum voru gerð skil, fjallað um uppruna þeirra, merkingu og hvert var hlutverk nafnbera þeirra í Biblíunni. Markmið verkefnisins var að komast að því hver staða biblíunafna væri í íslensku samfélagi og var tilgáta höfunda sú að þau verði sífellt algengari. Vefur Hagstofunnar var notaður til þess að fá tölur um fjölda nafnbera og lista yfir algengustu nöfn Íslendinga. Helstu niðurstöður sýna að biblíunöfn eru að sækja á og að fjórðungur þjóðarinnar ber nafn sem hefur vísun í kristna trú.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Agnes_Hrafnhildur_B.Ed_final.pdf | 842.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |