is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6552

Titill: 
  • Hvernig er staðið að flutningi frá leikskóla í grunnskóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að fjalla um þær breytingar sem verða í lífi barna við upphaf skólagöngu og hvernig er staðið að flutningi frá leikskóla í grunnskóla. Athugað var með heimildum og rannsóknum hvað íslenskir og erlendir fræðimenn hafa komist að í þessu samhengi.
    Í verkefninu er leitað svara um hvaða breytingar barnið verður fyrir og hvernig má stuðla að bættri skólabyrjun og líðan barna með samvinnu leikskóla og grunnskóla. Skólaganga á að vera jákvætt ferli og til þess að svo verði þarf að vera gott samstarf á milli leikskóla og grunnskóla.
    Í niðurstöðum kemur í ljós að Norðurlöndin eru að mörgu leyti lík Íslandi, þar sem lagðar eru svipaðar áherslur hvað varðar flutninginn úr leikskóla í grunnskóla. Greinilegt er að öll börn, sama hvaðan þau koma hagnast af því að vera að einhverju leyti meðvituð um hvað mun gerast þegar þau byrja í skóla. Öll börnin eru annaðhvort full kvíða eða eftirvæntingar, nema hvort tveggja sé, strax fyrsta skóladaginn.Vinátta eða tengsl við jafnaldra sína skiptir miklu máli í byrjun skólagöngu. Grunnskólastarfsfólk getur flest verið sammála um að það sem getur reynst börnum erfiðast þegar skólinn er nýbyrjaður er að fylgja fyrirmælum og skólareglum skólans. Rannsóknirnar sýna að margar aðferðir eru notaðar til þess að auðvelda flutninginn. Ljóst er að vanda þarf allan undirbúning til þess að flutningurinn verði barninu sem bestur.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið til B.ed. prófs.pdf166.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna