is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6559

Titill: 
  • Eru samræmd próf mikill áhrifavaldur á nám og kennslu nemenda í 4. bekk : rannsókn á áhrifum samræmda könnunarprófsins í stærðfræði á líðan og nám nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem við unnum í tengslum við samræmda könnunarprófið í stærðfræði í 4. bekk. Rannsóknin var framkvæmd á haustönn 2009. Viðtöl voru tekin við foreldra níu nemenda og þrjá umsjónarkennara í 4. bekk á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Umsjónarkennararnir völdu þrjá foreldra úr sínum umsjónarbekk. Foreldri getulítils nemanda, foreldri meðalnemanda og foreldri getumikils nemanda. Unnið var úr viðtölunum og áhrif, líðan og viðhorf kennara, foreldra og nemenda metin og skoðuð út frá niðurstöðum. Kannað var hvernig kennarar, foreldrar og nemendur upplifðu aðdraganda prófanna. Einnig var kannað hvort niðurstöður prófanna væru nýttar og þá hvort foreldrar sæju einhverjar breytingar á námi barna sinna eftir samræmda prófið. Niðurstöður okkar benda til þess að viðhorf kennara og foreldra til samræmda könnunarprófsins í stærðfræði í 4. bekk séu yfirleitt jákvæð svo framarlega sem niðurstöður prófsins séu notaðar við skipulagningu á áframhaldandi námi. Allir kennararnir fóru með sína nemendur í upprifjun fyrir prófið en mismunandi var hversu mikla áherslu foreldrar lögðu á undirbúning heima fyrir, utan þeirra verkefna sem kennarinn setti fyrir. Mismunandi var hvernig nemendum leið í aðdraganda prófanna og í prófinu sjálfu. Flestir voru spenntir en fundu ekki fyrir prófkvíða. Það kom fram að sumir nemendur urðu mjög kvíðnir í aðdraganda prófanna sem lýsti sér meðal annars í því að þeir fengu magaverk eða gátu ekki sofið. Í öllum tilvikum voru niðurstöður nýttar við skipulagningu áframhaldandi náms.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf239.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna