is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6560

Titill: 
  • Skynörvun, áhrif skynörvunar að hætti Snoezelen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerðin er meðfylgjandi lokaverkefni til B.A. – gráðu í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands. Verkefnið sjálft er hönnun og uppsetning á skynörvunarherbergi á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ, samkvæmt hugmyndum kenndum við Snoezelen. Innihald greinargerðarinnar er um skynörvun, hvort að andleg líðan fólks með fötlun og lífsgæði muni aukast eftir veru í skynörvunarherbergi með markvissri og fjölbreytilegri skynörvun. Tilgangur með þessu verkefni mínu er að skoða hvernig hægt er að auka hæfni fatlaðra til virkni. Hugmyndafræði Snoezelen gengur út á það að umhverfið sé öruggt og friðsælt. Mikilvægt er að börn og fullorðnir með ýmiskonar fatlanir fái notið örvun á skilningarvitum. Samræður í skynörvunarrýminu snúast um tilfinningalega tjáningu í tengslum við tilheyrandi upplifun. Þátttakendur upplifa sjálfsstjórn og uppgötva ýmis afrek í átt að sigri með auknu sjálfstrausti og draga úr spennu. Ekki eru gerðar væntingar um framfarir, einungis slökun. Vinnan mín við skynörvunarherbergið var gerð samkvæmt hugmyndafræði Snoezelen sem og hönnun þess og uppsetning.

Athugasemdir: 
  • Fylgirit vantar
Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf381.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna