is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6565

Titill: 
 • Líkamsástand tveggja körfuknattleiksliða í úrvalsdeild karla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi var framkvæmd í þeim tilgangi að kanna hvort munur sé á líkamsástandi tveggja körfuknattleiksliða, hvort líkamssamsetning, hraði og stökkkraftur hafi áhrif á árangur liða í körfuknattleik og hvernig líkamsástand körfuknattleiksmanna þróast yfir átta mánaðar tímabil.
  Rannsóknarspurningarnar sem lagt var upp með voru: „Er lið sem kemur betur út úr mælingunum að standa sig betur á mótum á vegum KKÍ?“ og „Hvernig þróast líkamsástand körfuknattleiksmanna frá lok keppnistímabils fram í mitt næsta tímabil? (átta mánaðar tímabil).“ Okkar tilgátur eru þær að það lið sem kemur betur út úr mælingunum nái betri árangri í mótum á vegum KKÍ og að meðalhæð liðanna spili stóran þátt í gengi þeirra. Einnig höldum við að leikmennirnir komi best út úr stökkkrafts- og hraðamælingunum rétt fyrir tímabilið (mælingu 2).
  Þátttakendur voru leikmenn úrvalsdeildarliðanna KR (17) og Fjölnis (20) í körfuknattleik. Mælingarnar voru framkvæmdar þrisvar sinnum á átta mánaðar tímabili. Byrjað var á að mæla fituprósentu og hæð og þyngd. Næst voru gerðar stökkkraftsmælingar þar sem mælt var langstökk án atrennu, kyrrstöðuhopp (squat jump) og hnébeygjuhopp (countermovement jump). Að lokum voru framkvæmdar hraðamælingar.
  Niðurstöðurnar sýndu fram á að leikmenn KR komu markvisst betur út úr öllum mælingunum, fyrir utan eina. Þar sem KR náði einnig betri árangri í Iceland Express deildinni (KR nýkrýndir deildarmeistarar, Fjölnir náðu 9. sæti ) má svara annarri rannsóknarspurningu okkar „Er lið sem kemur betur út úr mælingunum að standa sig betur á mótum KKÍ“ játandi. Leikmenn KR komu betur út úr mælingunum og stóðu sig betur í Íslandsmótinu.
  Segja má að okkar tilgátur hafi staðist þar sem liðið, sem kom betur út úr mælingunum, stóð sig betur í Íslandsmótinu og að meðalhæð spili stóran þátt í gengi liða þar sem þetta tvennt hélst í hendur í þessari rannsókn þar sem KR-ingar voru einnig með hærri meðalhæð og að liðin voru að koma best út úr stökkkrafts- og hraðamælingunum rétt fyrir tímabilið (mæling 2) eins og rannsakendur reiknuðu með að undanskyldum hraðamælingunum sem komu best út á miðju tímabili (mælingu 3).

Samþykkt: 
 • 15.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.GisliogJenni.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna