is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6566

Titill: 
  • Íþróttaumfjöllun í sjónvarpi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Oft er sagt að íþróttir og fjölmiðlar geti ekki starfað án hvors annars. Íþróttir eru óþrjótandi brunnur frétta fyrir fjölmiðla og á móti þá skapa fjölmiðlafregnir af íþróttum íþróttafélögunum tekjur, til dæmis í formi auglýsingatekna og sjónvarpstekna. Þetta á kannski betur við erlendis þar sem fólksfjöldinn er meiri og mun hærri greiðslur eru greiddar fyrir útsendingarrétt í sjónvarpi. Þar eru einnig auglýsingatekjur íþróttafélaganna ógnvænlegar. Í raun eru íþróttir erlendis fyrst og fremst orðinn viðskiptamarkaður þar sem hæst launuðu viðskiptamennirnir eru íþróttamennirnir sjálfir. Án áhuga fjölmiðla þá væri staðan allt önnur.
    En hvernig er þessu háttað hér á landi? Í þessari ritgerð er fjallað um íþróttaumfjöllun í sjónvarpi hérlendis. Skoðaðar voru sex samfelldar vikur og öll íþróttaumfjöllun mæld í mínútum. Umfjölluninni var svo skipt niður eftir innlendum eða erlendum íþróttum, skipt niður eftir íþróttagreinum og loks skipt niður eftir kynjum. Þær stöðvar sem skoðaðar voru eru RÚV og 365 miðlar (stöð 2 og Stöð 2 Sport). Með rannsókninni vildum við sjá hvernig íslenskt íþróttalíf stendur gagnvart því erlenda þegar kemur að íþróttaumfjöllun, sjá hvaða íþróttagreinar eru að fá mestu umfjöllunina og einnig hvernig hlutaskipting kynjanna er.
    Til þess að hægt sé að sporna við einokun ákveðinna íþrótta á íþróttaumfjöllun í sjónvarpi þarf að byrja á því að átta sig á því hver staðan er í dag. Niðurstöðurnar geta vonandi leitt í ljós hvað þarf að gera betur til þess að íþróttaumfjöllun verði betur skipt.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Björn&Ómar.pdf1.02 MBLokaðurHeildartextiPDF