is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6569

Titill: 
 • ADHD og íþróttir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsóknarritgerð verður rannsakað tengsl milli íþrótta og barna með ADHD og skyldar raskanir.
  Börn með ADHD og skyldar raskanir eru töluvert mörg í okkar samfélagi. Kannanir hafa sýnt fram á að 5%-10% barna og unglinga frá 7 – 17 ára og 3% fullorðinna einstaklinga uppfylli greiningu ADHD á Íslandi (ADHD-samtökin, 2007).
  Kennarar og aðrir leiðbeinendur spila stóran þátt í velferð þessara barna innan samfélagsins. Markmið þessarar rannsóknar er að vekja athygli á þörfum barna með ADHD og skyldar raskanir í íþróttum og mikilvægi þess að rannsaka þarfir þeirra í íþróttum enn frekar.
  Rannsakendur tóku þátt í Gauraflokki KFUM í Vatnaskógi. Þeir sáu um íþróttaviðburði sem var ein af valgreinum flokksins. Markmið var að finna leiðir hvernig efla mætti áhuga þeirra með því að koma til móts við þarfir þeirra í íþróttum og að þau geti stundað íþróttir á eigin forsendum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 58,1% stunduðu íþróttir á móti 41,9% sem stunduðu ekki íþróttir. 85,7% af þeim sem svöruðu höfðu einhvern tímann stundað íþróttir en 14,3% ekki. Algengasta ástæðan sem gefin var fyrir brottfalli úr íþróttunum var sú að þau höfðu ekki lengur gaman af þeim. Sum svör gáfu til kynna að viðkomandi fyndi fyrir aðkasti frá samiðkendum sínum. Af þeim sem svöruðu sögðu nær 70% að líðan sín væri nokkuð góð og enginn talaði um að sér liði mjög illa. Flestum fannst skemmtilegt bæði í einstaklings- og hópíþróttum en fleiri höfðu prófað einstaklingsíþróttir í Gauraflokknum heldur en hópíþróttirnar. Niðurstöður gefa til kynna að flestum þátttakendum í rannsókninni líður alls ekki illa nema í örfáum tilfella en nærri helmingur þátttakenda hefur lítinn áhuga á íþróttum.
  Við teljum að nauðsynlegt sé að opna augu sem flestra fyrir því að öllum hópum samfélagsins verði beint í átt að heilbrigðara líferni á jafnréttisgrunvelli. Eins og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á eykur hreyfing vellíðan og einfaldar lífið og tilveruna fyrir flestum einstaklingum.

Samþykkt: 
 • 15.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ADHD og íþróttir - Bára og Viðar.pdf697.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna