is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6575

Titill: 
  • Fagmennska og starfsábyrgð þroskaþjálfa á fullorðinssviði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að varpa sýn á fagmennsku og starfsábyrgð þroskaþjálfa á fullorðinssviði. Til að nálgast meginmarkmið verkefnisins var unnið út frá fjórum undirmarkmiðum sem við byggðum verkefnið á. Í þessu ljósi framkvæmdum við eigindlega rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við sex þroskaþjálfa sem starfa á vettvangi skóla, tómstunda, búsetu og stjórnsýslu. Í verkefninu er horft á hver grunngildi starfsins eru, hvaða áherslur hver og einn þroskaþjálfi leggur í starfi sínu og hvað þeir eiga sameiginlegt.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós ákveðin einkenni fagmennsku og að þroskaþjálfar eru vel að sér um hugmyndafræðilegan og lagalegan rétt þjónustunotandans og leggja áherslu á mannréttindaþáttinn í starfi sínu. Þeir telja menntunina gefa góðan grunn og starfið hafa hlotið meiri virðingu eftir að námið komst á háskólastig. Það hefur leitt til sterkari sjálfsmyndar og aukins sjálfstrausts fagstéttarinnar. Þó finnst þroskaþjálfunum starfið ekki vera nógu vel viðurkennt og velta fyrir sér nýju starfsheiti og tryggari stöðum því mikil þörf er fyrir starf þeirra í samfélaginu. Þroskaþjálfarnir töldu faglegt samstarf mjög mikilvægt til að sú þjónusta sem veitt er sé sem fagmannlegust og skili sem bestum árangri. Framtíðarstarfsvettvanginn sjá þeir í notendastýrðri þjónustu og alls staðar þar sem fatlað fólk starfar og býr.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Verkefni.pdf826.8 kBLokaðurHeildartextiPDF