Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6577
Greinargerðin fjallar um námspilið Slöngurímsspil en það er lokaverkefni mitt á vorönn 2010 til B.Ed. gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Slöngurímsspilið þjálfar börnin í því að ríma sem er ein færni hljóðkerfisvitundar og stuðlar því að auknum málþroska þeirra barna sem fá tækifæri til að nota það í daglegu starfi. Spilið leiðir til aukinnar hreyfingar barna því þau eru leikmennirnir. Börnin hreyfa sig um á spilaborðinu sem er alsett myndum og orðum sem þau nota til þess að þjálfa rím.
Í greinargerðinni er sagt frá námi og leik, mikilvægi leiks sem kennsluaðferðar, fjölgreindakenningu Howard Gardner og einnig rætt um námspil almennt. Fjallað er um kenningar John Dewey og Jean Piaget og um hljóðkerfisvitund, rím og læsishvetjandi umhverfi. Því næst er sagt frá námspilinu sjálfu, gerð þess, innihaldi og spilareglum og að síðustu er spilið tengt fræðunum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Slongurimsspil.pdf | 2.3 MB | Open | Heildartexti | View/Open |