is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6579

Titill: 
  • Áhrif á hreyfingu grunnskólabarna í Reykjanesbæ við það að gefa frítt í sund
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvaða áhrif það hafi haft á hreyfingu barna í Reykjanesbæ að gefa frítt í sund. Fjögur ár voru liðin frá því að Reykjanesbær hóf að gefa börnum frítt í sund. Þátttakendur voru grunnskólabörn sem mættu í sund á almenningstíma. Notast var við spurningalista sem starfsfólk lagði fyrir börnin, rannsakandi fylgdist með og skráði niður upplýsingar um atferli. Tilgátan var sú að það að gefa frítt í sund hafi aukið á hreyfingu barna sem ekki stunda íþróttir í frístundum.
    Helstu niðurstöður voru að mikil aukning var á aðsókn barna eftir að gefið var frítt í sund. Aukning á aðsókn barna jókst að meðaltali um 10.175 heimsóknir á ári á árunum 2006-2009 og aðsókn fullorðinna jókst að meðaltali um 8.777 heimsóknir á ári sömu ár. Hlutfall á heildarheimsóknum barna sem ekki æfðu íþróttir var 45%. Um helgar var meirihluti þeirra barna sem komu í sund börn sem æfðu íþróttir eða 64%. Átta og tólf ára börn voru duglegust að mæta í sund en mikið dró úr aðsókn eftir að börnin náðu 14 ára aldri. Börnin voru mest að leik í sundlauginni og eyddu meirihluta tímans í meðalerfiða hreyfingu.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif á hreyfingu barna í Reykjanesbæ.pdf1.37 MBOpinnPDFSkoða/Opna