is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6581

Titill: 
  • Ákefð í badmintonleik : mælingar á púls í leik hjá keppnisliði TBR
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um ákefð í íslensku badmintoni. Ætlunin var að finna út hversu há ákefðin er í badmintonleik hjá meistaraflokki á Íslandi, hvernig þessi ákefð dreifist og hvort munur sé á ákefð hjá konum og körlum. Í ritgerðinni má sjá niðurstöður mælinga sem framkvæmdar voru í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR) í febrúar árið 2010. Mældur var púls sex leikmanna frá TBR í einliðaleik með púlsklukku sem nemur hjartsláttinn. Einnig var framkvæmt multistage shuttle run test á sömu þátttakendum til að finna út hámarkspúls og hámarkssúrefnisupptöku þeirra. Niðurstöður mínar byggja á þessum mælingum. Einnig er fjallað um ýmsa lífeðlisfræðilega þætti og líkamlega eiginleika sem mikilvægt er að badmintonleikmaður búi yfir.
    Niðurstöður mælinganna sýna að ákefðin er mjög há í badmintonleik en meðalákefð þátttakenda í leik var frá 83,9 - 90,8% af hámarkspúls. Meðalákefðin í leik hjá körlum var 84,63% ±0,64% af hámarkspúls að meðaltali og hjá konum var hún 88,27% ±2,37% af hámarkspúls að meðaltali.
    Dreifing ákefðarinnar var sú að allir þátttakendur spiluðu langmestan hluta leiktímans á ákefðarbilinu 80-100% af hámarkspúls. Karlarnir spiluðu að meðaltali 82,42% leiktímans á því bili og konurnar spiluðu 88,25% leiktímans á því bili. Mjög lítill hluti leiktímans fór því í vinnu á ákefðinni 79% af hámarkspúls og neðar.
    Samkvæmt þessum niðurstöðum er lítill munur á kynjunum þegar kemur að ákefð í badmintonleik. Meðaltal ákefðar í leik hjá konunum mældist 3,64% hærra en hjá körlunum.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.PDF1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna