is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6583

Titill: 
  • Leikum og lærum : leikir fyrir samþættingu námsgreina á grunnskólastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi leikjabók er skrifuð sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Háskóla Íslands af íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfabraut. Lokaverkefnið samanstendur af leikjabók og greinargerð. Með leikjabókinni viljum við sýna fram á hversu mikilvæg kennsluaðferð leikir eru. Þeir bæði brjóta upp kennsluna auk þess sem öllum finnst gaman að leika sér. Leikur kallar fram gleði og góðan anda í hópnum og þjappar hópnum betur saman. Í greinagerðinni er komið inn á uppruna og hlutverk leikja, hvert sé félagslegt gildi leikja, hvernig leikur er séður frá ljósi sögunnar og sálkönnuða, hvernig leikir tengjast fjölgreindarkenningu Howards Gardners og að lokum hvernig aðalnámskrá leik- og grunnskóla fjalla um leiki. Bókinni er ætlað að virkja almenna kennara, íþróttakennara og leiðbeinendur til að vinna meira saman. Í sumum skólum á landinu hefur íþróttatímum verið fækkað og viljum við með þessari bók koma hreyfingu meira inn í bóklega tíma til þess að nemendur fái þá hreyfingu sem þeir þurfa að fá, í bland við bóklega kennslu.
    Lykilorð: Leikir, leikur og samþætting.

Styrktaraðili: 
  • Íþróttakennarafélag Íslands (ÍKFÍ)
Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð - Leikum og lærum.pdf377.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Leikum og lærum.pdf844.95 kBLokaðurLeikjabókPDF