Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6585
Þessi ritgerð er unnið með það að markmiði að varpa ljósi á aðstæður fólks með daufblindu, hvernig þjónustan við þennan hóp hefur mótast á síðustu árum og hvaða samskiptaleiðir henta daufblindu fólki. Ritgerðin byggir að miklu leiti á efni frá norðurlöndum. Norðurlöndin standa mjög framarlega í allri þjónustu við daufblint fólk. Ritgerðin er unnið með það að leiðarljósi að skýra út aðstæður daufblinds fólks hér á landi, mikilvægi samskipta og hvernig mynda megi tengsl við fólk með daufblindu. Af niðurstöðum ritgerðarinnar er ljóst að daufblint fólk verða að fá aðstoð við félagsleg samskipti, athafnir daglegs lífs og rötun í rými (umferli) sem gerir þeim kleift að fara ferða sinna og eiga eðlilegt líf sem sjálfstæðir einstaklingar. Til þess að það sé hægt verður samfélagið að koma til móts við þarfir þessa hóps.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-meginmal.pdf | 328.68 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |