is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6587

Titill: 
  • „Ekki aðeins mæta foreldrum þar sem þau eru stödd, heldur fylgdu þeim áfram“
Titill: 
  • Upplifun og reynsla leikskólakennara af því að vinna með seinfærum foreldrum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um reynslu leikskólakennara af því að vinna með seinfærum foreldrum. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var á árunum 2008- 2010. Ritgerðin fjallar um reynslu leikskólakennara af samskiptum við seinfæra foreldra og viðhorf leikskólakennara til foreldrasamstarfs. Í ritgerðinni segi ég frá upplifun og reynslu fjögurra leikskólakennara af samstarfi við seinfæra foreldra. Leikskólakennararnir starfa ýmist á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Einn leikskólakennarinn hafði þá skoðun að leikskólanum hætti til þess að setja sig í dómarasæti gagnvart seinfærum foreldrum. Hinir þrír töldu sig vanta verkferla í samskiptum við seinfæra foreldra. Markmið mitt er að lýsa aðstæðum leikskólakennara í samstarfi við seinfæra foreldra og aðgengi seinfærra foreldra að foreldrasamstarfi í leikskólum. Reynsla leikskólakennaranna, sem allar voru konur, er eins ólík og þær eru margar en allar hafa það að markmiði að koma börnum til þroska með samstarfi skóla og foreldra. Viðhorf samfélagsins til seinfæra foreldra hefur verið með þeim hætti að gætt hefur neikvæðni og fordóma. Leikskólinn er í bestu aðstöðu til þess að skapa seinfærum foreldrum tækifæri á því að læra til dæmis getur leikskólinn boðið foreldrum uppá að taka þátt í daglegu starfi og aukið markvisst þekkingu seinfæra foreldra á uppeldi og ummönnun barna þeirra. Vegna þess að samskipti leikskólakennara við foreldra barna í leikskóla einkennast af umönnun, kennslu, uppeldi og nálægð.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf403.2 kBLokaðurPDF