is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6590

Titill: 
  • Sorg og áföll í lífi fólks með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um hvernig fólk með þroskahömlun upplifir og bregst við sorg og þann stuðning sem það hefur þörf fyrir við þær aðstæður. Verkefnið byggir á fræðilegum heimildum auk þess sem tekið var viðtal við prest fatlaðra. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig fólk með þroskahömlun bregst við atburðum sem vekja sorg og hvaða einkenni geta komið fram hjá fólki sem er að ganga í gegnum sorgarferli. Einnig að auka skilning fagfólks og aðstoðarfólks á ólíkum birtingarmyndum sorgar, og hvaða leiðir er hægt að fara til að styðja fólk með þroskahömlun í gegnum sorgarferli.
    Í verkefninu kemur fram að fólk með þroskahömlun upplifir sorg og fer í gegnum sorgarferli eins og allir aðrir. Einkenni sorgarinnar geta þó birst á annan hátt því margir eiga erfitt með að tjá sig og segja frá líðan sinni. Auk þess þarf fólk með þroskahömlun oft á tíðum aðstoð við að sækja sér upplýsingar og til að vinna úr sorginni. Fólk upplifir ekki eingöngu sorg í kjölfar dauðsfalls, heldur geta verið aðrar ástæður sem verða til þess að það upplifir sorg eins og til dæmis atvinnumissir, veikindi eða að flytja á milli staða. Þátttaka í athöfnum eins og kistulagningu og jarðarför er mikilvægur þáttur í sorgarferlinu og getur hjálpað fólki að átta sig á því sem gerst hefur. Einnig er mikilvægt að undirbúa flutninga vel og gera ráð fyrir að þeim geti fylgt sorg og söknuður þrátt fyrir að litið sé svo á að breytingin sé til bóta fyrir einstaklinginn. Stuðningur er mikilvægur og fólk sem vinnur með fólki með þroskahömlun þarf fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð til að geta sinnt því hlutverki sem best. Nákvæmar og skýrar upplýsingar ásamt nærveru, samkennd og virkri hlustun eru mikilvægir þættir þegar veita á fólki sem upplifir sorg stuðning.  

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur BA, Sorg og áföll í lífi fólks með þroskahömlun.pdf392.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna