is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6594

Titill: 
  • Félagsleg aðlögun og líðan grunnskólanemenda með áráttu- og þráhyggjuröskun : leiðir þroskaþjálfa til úrbóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni sem er lokaritgerð til B.A.- gráðu í þroskaþjálfafræðum er fjallað um kvíðaraskanir barna með sérstakri áherslu á áráttu-og þráhyggjuröskun og tillögur að stuðningi þroskaþjálfa við nemendur með áráttu- og þráhyggjuröskun í grunnskóla.
    Kvíði er einn þeirra þátta sem geta orsakað ótta og vanlíðan og bent er á mikilvægi þess að starfsfólk skóla sé vakandi fyrir einkennum kvíðaraskana. Áráttu- og þráhyggjuröskun er ein algengasta kvíðaröskunin hún getur verið afar erfið og hamlandi og komið í veg fyrir að börn njóti eðlilegs lífs hvort sem er félagslega eða í námi. Í ljósi þessarar vitneskju er mikilvægt að auka þekkingu á þessari tegund kvíðaröskunar svo hægt sé að grípa í taumana sem allra fyrst, draga úr alvarleika einkenna og auka lífsgæði barnanna. Því miður er skerðingin oft misgreind og því allt of fáir sem hljóta viðeigandi meðferð eða úrræði.
    Orsakir áráttu- og þráhyggjuraskana eru líffræðilegar, talað er um að einhverskonar truflun í heilabotnskjörnum, boðefnaröskun, erfðir, eða áföll geti hugsanlega verið orsakavaldar og talið er að um þrír fjórðu hlutar barna með áráttu- og þráhyggjuraskanir greinist einnig með annarskonar vandamál eða tengikvilla svo sem Tourette heilkenni, athyglisbrest með eða án ofvirkni, kvíða, mótþróa-þrjóskuröskun eða þroskahömlun.
    Skólaumhverfið reynist nemendum með áráttu-og þráhyggjuraskanir erfitt, námsaðstæður geta verið flóknar, þau eiga oft erfitt með að fylgjast með í tímum, að klára verkefni vegna fullkomnunaráráttu eða þráhyggjuhugsana, en geta haft ágætis námshæfileika. Ástandið getur líka sett mark sitt á frímínútur og frjálsan leik því félagsleg staða þessara nemenda er slakari en annarra.
    Bent hefur verið á að viðhorf og skilningur fólks á áráttu- og þráhyggjuröskun virðist almennt mjög takmarkaður, stærsta vandamálið er þekkingarleysi en með fræðslu og umræðu má breyta viðhorfum og þröngsýni, sem um leið bætir lífsgæði þeirra barna sem glíma við röskunina.
    Þroskaþjálfar hafa sterkan fræðilegan bakgrunn til að aðstoða nemendur með kvíðaraskanir þar sem menntun þeirra byggir meðal annars á sálar-, uppeldis-, heilbrigðis-, félags- og siðfræðum. Með samstilltu átaki fagfólks skólans er hægt að aðstoða þessa nemendur og bæta lífsgæði þeirra verulega.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefnið 27.apríl.í PDF.pdf473.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna