en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6596

Title: 
  • is Nám fatlaðra barna í tveimur skólum úti á landi
Submitted: 
  • April 2010
Abstract: 
  • is

    Markmiðið þeirrar ritgerðar og rannsóknar sem hér er fjallað um eru tvö. Annars vegar að varpa ljósi á þann hugmyndafræðilega bakgrunn sem menntun fatlaðra barna á Íslandi hvílir á og hvaða rétt þau eiga til menntunar. Hins vegar að skoða sýn og upplifun kennara og foreldra fatlaðra barna á kennslufyrirkomulag í tveimur skólum úti á landi. Í öðrum skólanum fór nám barnanna að mestu fram í sérdeild en í hinum ýmist í almennum bekk eða í námsveri. Til þess að varpa ljósi á viðfangsefnið var unnin lítil eigindleg rannsókn. Byggt var á viðtölum við foreldra, þroskaþjálfa og kennara fjögurra fatlaðra barna. Tekin voru átta viðtöl bæði við foreldri/foreldra, umsjónarkennara og þroskaþjálfa nemendanna fjögurra. Hver þátttakandi kom einu sinni í viðtal.
    Niðurstöður rannsóknar okkar benda til að kennarar og þroskaþjálfi telji sig ekki geta mætt þörf fatlaðra nemenda nema með aðstoð sérdeilda eða námsvers og þeim stuðningi sem því fylgir. Aðalástæðan er sú að kennara skortir sérþekkingu til þess að mæta þörfum fatlaðra nemenda. Foreldrar telja einnig að þörfum barna þeirra sé betur mætt í sérdeild eða námsveri en leggja líka á það áherslu að börn þeirra séu í almennri bekkjarkennslu. Fram kom einnig að ef skóli án aðgreiningar á að verða að veruleika þá þarf aukið fjármagn, meiri sérþekkingu og betra skipulag. Ef þessir þættir eru ekki fyrir hendi er hætta á að stefnan skóli án aðgreiningar snúist upp í andhverfu sína.

Accepted: 
  • Oct 15, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6596


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaritgerð 28.apríl Hildur B. og Þórhalla.pdf324.96 kBOpenHeildartextiPDF