is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6599

Titill: 
  • Picture Exchange Communication System (PECS) : myndrænt boðskiptakerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er fyrir alla að geta haft samskipti við annað fólk. Þeir sem eiga í erfiðleikum með tjáskipti þurfa oft að notast við óhefðbundnar leiðir. Picture Exchange Communication System (PECS) er myndrænt boðskiptakerfi sem getur nýst fólki á öllum aldri, með mismunandi fatlanir. PECS er viðurkennd og útbreidd aðferð sem hefur verið rannsökuð og hafa þær rannsóknir sýnt fram á góðan árangur. Sem dæmi má nefna aukna boðskiptafærni, aukið frumkvæði, aukinn orðaforða og bætta hegðun.
    Markmið þessa verkefnis er að gera fræðslubækling um PECS og greinargerð samhliða honum. Útskýrt verður hvernig PECS virkar og nýjungar sem orðið hafa á útfærslu aðferðarinnar skoðaðar. Nýjasta tæknin er forrit fyrir iPhone og iPod touch með PECS myndum, sem gæti nýst mörgum til að auðvelda boðskipti. Skoðuð var rannsókn Sigrúnar Kristjánsdóttur, Áhrif myndræna boðskiptakerfisins PECS á boðskiptafærni og hegðun frá árinu 2008 og tvær yfirlitsgreinar um rannsóknir á PECS frá árinu 2009.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba pdf.pdf388.67 kBOpinnPDFSkoða/Opna
bæklingur pdf.pdf809.62 kBLokaðurPDF