is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6600

Titill: 
  • Kynfræðsla á starfsbrautum í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni fjallar um mikilvægi kynfræðslu og gildi forvarna fyrir ungt fólk með þroskahömlun. Þetta ákveðna efni hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár, sérstaklega þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk með þroskahömlun er í meiri áhættu þegar kemur að kynferðislegri misnotkun.
    Markmiðið með verkefninu var að kanna hvort nemendur á starfsbrautum framhaldsskóla séu að fá skipulagða kynfræðslu og sömuleiðis að öðlast betri sýn á það hvernig staðið er að kynfræðslu á þessum brautum og hvaða fræðsluefni er verið að nota. Gagna var fyrst og fremst aflað með lestri fræðilegra heimilda og auk þess var gerð símakönnun og stuðst við hefðir megindlegrar aðferðarfræði. Tekin voru viðtöl við kennslustjóra á starfsbrautum í framhaldsskólum.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að kennslustjórar virðast ekki vera upplýstir um það framboð sem er á fræðsluefni í kynfræðslu sem hefur verið þýtt og framleitt á íslensku. Það virðist vera skortur á upplýsingarflæði um efnið og það þarf að finna leiðir til þess að koma því á framfæri. Einnig kom í ljós að farið er yfir marga þætti sem viðkoma kynfræðslu á mjög skömmum tíma.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynfræðsla á starfsbrautum í framhaldsskólum.pdf661.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna