Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/661
Í verkefninu er fjallað um tvítyngi frá hinum ýmsu hliðum. Ég viðaði að mér gögnum um efnið frá bæði íslenskum sem erlendum höfundum. Tvítyngi hefur verið rannsakað af mörgum fræðimönnum sem yfirleitt kemur ekki saman um hinar ýmsu skilgreiningar. Fyrirbærið er í stöðugum rannsóknum, þó er margt órannsakað enn sem komið er. Ég hef eftir fremsta megni reynt að kafa eftir því áhugaverðasta og bitastæðasta, og kynni hér í þessu verkefni mínu það sem mér finnst standa upp úr af því mikla efni sem ég skoðaði.
Með ört vaxandi og fjölbreyttari heimi breytist margt í okkar venjum. Fjölþjóðasamfélög eru að myndast um allan heim, meira en áður hefur verið. Í beinu framhaldi af þessari auknu blöndun, standa æ fleiri foreldrar og börn í þeim sporum að verða hugsanlega tvítyngd. Þess vegna ættum við að staldra hér við og skoða málið nánar, því að af nógu er að taka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tungumálin í höndum barna.pdf | 267,95 kB | Opinn | Heildarverkefni | Skoða/Opna |