en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6611

Title: 
 • is Mitt annað heimili
Authors: 
Submitted: 
 • April 2010
Abstract: 
 • is

  Gerð var heimildarmynd sem átti að varpa ljósi á ólíka menningarheima, annars vegar menningu Íslands og hins vegar menningu í Palestínu og hvernig það gengur að samræma þessa tvo ólíku menningarheima á Íslandi. Einnig var hugað að samtökum á Íslandi sem hafa hjálpað flóttafólkinu að aðlagast íslensku samfélagi.
  Tekin voru viðtöl við flóttafólk frá Palestínu sem fluttu til Íslands árið 2008 frá flóttamannabúðum í Írak. Ásamt flóttafólkinu voru einnig tekin viðtöl við sniðgöngustjóra félagsins Ísland-Palestína og forstöðustýru Jafnréttishúss.
  Viðtölin voru tekin upp á upptökuvél og síðan klippt saman með hjálp klippara frá Stöð 2 en auka myndefni voru einnig fengin frá fréttum Stöðvar 2. Farið var nokkrum sinnum á Akranes þar sem flóttafólkið býr og tóku þau mjög vel á móti okkur.
  Þar sem flóttafólkið hefur aðallega fengið athygli hér á landi fyrir að hafa búið í flóttamannabúðum var ákveðið að fara aðra leið að þessu sinni og var einblínt á félagslegu hliðar þeirra.
  Ekki voru ákveðnar fyrirfram hvaða spurningar yrðu lagðar fyrir en markmiðið var að fá nokkurs konar hugmynd um hvernig flóttafólkinu líði á Íslandi, hvort að þau stundi einhverjar tómstundir, hvernig líf þeirra hefur breyst eftir flutningana til Íslands og hvernig þeim hefur tekst að aðlagast íslensku samfélagi.
  Flóttafólkið frá Palestínu var mikið í fréttum þegar þau komu til Íslands og var fylgst með þeim í nokkra daga eftir komu þeirra. Hins vegar vantar eftirfylgni og því var það einnig markmiðið með þessari heimildarmynd að sýna fram á líðan flóttafólksins og framgang þeirra mála.
  Helstu niðurstöður heimildarmyndarinnar eru að flóttafólkinu líður vel á Íslandi en mundu frekar kjósa að búa í Reykjavík. Auka mætti tungumálakennslu til þess að flýta fyrir aðlöguninni í samfélagið en lífsgæði þeirra hafa batnað til muna. Þau hafa fengið aukin tækifæri á að rækta áhugamálin sín og taka þau frelsinu fagnandi.

Accepted: 
 • Oct 15, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6611


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greinargerð - skemma.pdf445.91 kBOpenHeildartextiPDFView/Open