is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6629

Titill: 
  • Staða heyrnarlausra og heyrnarskertra barna í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að afla þekkingar um stöðu heyrnarskertra barna í grunnskólum landsins. Engar rannsóknir eru til á þessu sviði til þess að byggja á. Ritgerðin fjallar um hvernig skólarnir koma til móts við þarfir heyrnarskertra barna, og hvernig þeim gengur að tengjast félagslega inn í bekkinn. Ég skoðaði skóla sem voru alveg á sitt hvorum endanum hvað varðar sérþekkingu á málefni heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þátttakendur í rannsókninni voru tveir kennarar, einn í hvorum skóla, síðan var ég með þriðja skólann en þar ræddi ég við skólastjórann. Að lokum tók ég viðtal við fyrrum nemanda sem er heyrnarskertur og heyrði hans reynslu af sinni skólagöngu. Ég notaði eigindlega rannsóknaraðferð sem fór fram með viðtölum. Í öðrum skólanum voru fleiri börn, þar var ég með þátttökuathugun. Ályktanir sem ég dreg af rannsókninni er að skólaganga barna sem eru heyrnarlaus eða heyrnarskert eiga sér ekki ákveðinn farveg. Börnin sem voru í skólanum þar sem sérþekkingin var til staðar eru ennþá í þeirri stöðu að upplifa sig utanveltu hvað varðar samskipti þegar kemur að aðstæðum sem eiga sér stað utan kennslustundar.

Samþykkt: 
  • 18.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA í PDF formi.pdf411.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna