is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6634

Titill: 
  • Upplifun leikskólakennara af samskiptum og stuðningi við seinfæra foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um reynslu og upplifun leikskólakennara af samskiptum við seinfæra foreldra. Markmið ritgerðarinnar er að kanna reynslu og upplifun leikskólakennara af samskiptum við seinfæra foreldra og sjá hvaða leiðir gætu styrkt frekar þau samskipti. Leitast verður við að svara spurningunum: Hvernig er upplifun og reynsla leikskólakennara í garð seinfærra foreldra hvað samskipti og samstarf varðar? Hvernig er staðan er varðar stuðning frá félagsþjónustu sveitarfélaga til leikskólakennara ? Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferð og gagnaöflun var unnin í formi opinna viðtala. Þátttakendur voru fimm leikskólakennarar. Niðurstöður leiddu í ljós að reynsla og upplifun leikskólakennaranna af samskiptum við seinfæra foreldra er góð, en hins vegar vantar stuðning frá félagsþjónustu sveitarfélaga til leikskólakennara varðandi samskipti við seinfæra foreldra og aukið samstarf. Leikskólakennararnir vildu að aðilli innan félagsþjónustunar sem hefði kunnáttu og sýn á mál fatlaðra kæmi með leiðsögnina og myndi aðstoða þá með að setja upp efni um mál seinfæra foreldra. Með auknu fræðsluefni og stuðningi, leikskólakennurum til handa, getur móttaka seinfærra foreldra með börn í leikskóla orðið mun auðveldari fyrir alla aðila og undirbúningur og stuðningur í nýjum aðstæðum orðið bæði öruggari og afslappaðri.

Samþykkt: 
  • 18.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni Friðþórs pdf.pdf362.8 kBLokaðurHeildartextiPDF
Lokaverkefni til BA forsíða.pdf58.48 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá BA.pdf151.36 kBLokaðurHeimildaskráPDF