Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6636
Þetta lokaverkefni til B.A. gráðu við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða handbók fyrir starfsfólk sumarnámskeiðs á vegum þekkingarhópsins Míns styrks en tilgangur hennar er að vera leiðandi rit fyrir starfsfólk og auðvelda því að skipuleggja námskeið fyrir unglinga á einhverfurófi. Hinsvegar er um að ræða greinargerð með handbókinni en hún er fræðileg dýpkun á efni hennar ásamt rökstuðningi fyrir þeim drögum sem hún byggir á.
Ýmis sumarúrræði eru í boð fyrir unglinga á einhverfurófi en fá eru sérsniðin að þörfum þeirra. Lykilþáttur í þátttöku unglinganna er skipulagt umhverfi, stuðningur til félagslegrar þátttöku og þekking starfsfólks á þörfum þeirra. Unglingar á einhverfurófi glíma oft við vanhæfni í félagslegum samskiptum og eru fastheldnir á daglegar venjur. Þetta gerir það að verkum að þátttaka í tómstundastarfi getur reynst þeim erfið. Hægt er að stuðla að aukinni þátttöku með því að veita unglingunum viðeigandi stuðning en jafnframt þarf að hafa í huga að þeir geta upplifað sig sem fullgilda þátttakendur með því að takast á við óhefðbundin verkefni sem eru aðlöguð að þeirra þörfum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Handbók sumarnámskeiðs.pdf | 495.57 kB | Lokaður | Handbók | ||
Leikja og viðburðamappa.pdf | 2.19 MB | Lokaður | Leikja og viðburðamappa | ||
Greinagerð með handbók.pdf | 347.63 kB | Lokaður | Greinargerð |