is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16763

Titill: 
  • Samband markaðshneigðar og viðskiptavinamiðaðra gilda hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum
Útgáfa: 
  • Október 2013
Útdráttur: 
  • Markaðshneigð er ákveðin tegund fyrirtækjamenningar sem byggist á því að þarfir viðskiptavina eru hafðar að leiðarljósi í allri starfseminni. Rétt eins og aðrar tegundir fyrirtækjamenningar kristallast markaðshneigð meðal annars í sameiginlegum gildum sem hafa áhrif á ákvarðanir og aðgerðir innan fyrirtækisins. Innan viðskiptavinamiðaðs fyrirtækis er lögð áhersla á að skilja og uppfylla þarfir einstakra viðskiptavina, fremur en að áherslan sé á hóp viðskiptavina.
    Fyrirtæki sem tileinkar sér viðskiptavinamiðuð gildi leggur mikla áherslu á þarfir viðskiptavinarins, vandaða þjónustu og einstaklingsmiðaðar lausnir. Ýmsar tegundir gilda hafa verið skilgreindar, en lýsandi gildi eru talin endurspegla hugarfar og áherslur æðstu stjórnenda og talin endurspegla raunverulega menningu fyrirtækja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli lýsandi viðskiptavinamiðaðra gilda og markaðshneigðar íslenskra fjármálafyrirtækja. Sex fjármálafyrirtæki tóku þátt í rannsókninni. Við mat á markaðshneigð var notast við mælitækið MARKOR en við mat á því hversu viðskiptavinamiðuð lýsandi gildi fyrirtækjanna voru var beitt innihaldsgreiningu á opinberum gögnum frá fyrirtækjunum. Niðurstöðurnar benda til þess að tengsl séu á milli viðskiptavinamiðaðra gilda og markaðshneigaðar fyrirtækja á íslenskum fjármálamarkaði. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að samband sé á milli markaðshneigðar og árangurs. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fyrri rannsóknir um mikilvægi markaðshneigðar þegar kemur að árangri. Jafnframt
    veitir rannsóknin gagnlegar upplýsingar fyrir stjórnendur um mikilvægi þess að leggja áherslu á viðskiptavinamiðuð gildi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Viðskiptafræðideild
ISBN: 
  • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
  • 24.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AudurHermannsdottir_AnnaBjarn_VID.pdf574.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna