is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6644

Titill: 
 • Starfslok ríkisstarfsmanna : samanburður á réttarstöðu embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Réttarstaða ríkisstarfsmanna er nokkuð frábrugðin réttarstöðu starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Þeir njóta að nokkru leyti annarra réttinda og bera aðrar skyldur, um sumt gilda
  aðrar reglur og skyldur. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 gilda um starfslok ríkisstarfsmanna. Í lögunum er greint á milli embættismanna og annarra starfsmanna
  ríkisins, almennra starfsmanna. Mismunandi reglur eiga við um embættismenn og almenna starfsmenn. Þá eru ótaldir starfsmenn sem ráðnir voru fyrir gildistöku laganna en um starfslok þeirra gilda sömu reglur og um starfslok embættismanna. Embættismenn eru skipaðir eða settir í embætti og starfssambandi þeirra lýkur með því að þeim er veitt lausn frá störfum. Almennir starfsmenn gera yfirleitt ráðningarsamning með gagnkvæmum uppsagnarfresti.
  Ákvörðun um frávikningu úr embætti eða almennu starfi hjá ríkinu er stjórnvaldsákvörðun og um hana verður að fara eftir reglum stjórnsýsluréttar. Stjórnsýslulög nr. 37/1993 eru því
  veigamikil réttarheimild í þessu sambandi, sem og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar.
  Það var ákvörðun höfundar að skoða að hvaða leyti reglur um starfslok eru frábrugðnar á milli embættismanna annars vegar og almennra ríkisstarfsmanna hins vegar. Auk þess var litið til
  þýðingar reglna stjórnsýslulaga í þessu sambandi.
  Fjallað er um starfsmannalög og stjórnsýslulög, tilurð þeirra og tilgang ákvæðanna. Skoðaðir voru fjölmargir dómar Hæstaréttar og héraðsdómstóla auk álita umboðsmanns Alþingis og
  önnur lögskýringargögn. Ég tel að því markmiði sem núgildandi starfsmannalögum var ætlað að ná, að færa réttarstöðu
  almennra ríkisstarfsmanna nær réttarstöðu starfsmanna á almennum vinnumarkaði, hafi ekki verið náð heldur sé réttarstaða almennra ríkisstarfsmanna frekar að færast nær réttarstöðu
  embættismanna. Skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins veita starfsmönnum ríkisins mikla vernd, hvort sem um ræðir embættismenn eða almenna starfsmenn.

Samþykkt: 
 • 20.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KRM_BS_pdf_loka.pdf845.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna