is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6645

Titill: 
 • Verðmatsaðferðir og raunvirði fyrirtækja á tímum mikillar óvissu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • er, hverjum það gagnast og hvernig auk þess að veita góða innsýn í mismunandi verðmatsaðferðir sem notaðar eru við verðmat fyrirtækja. Komið er inná grunnþekkingu á fjármálahugtökum sem notuð eru við verðmat, svo sem ársreikningi og stærðum sem vinna má uppúr honum, og þau sett í samhengi við þær aðferðir sem farið er yfir.
  Við efnistök og mótun var stuðst við þekktar fræðibækur eins og Investment Valuation eftir hinn þekkta Aswath Damodaran til þess að nálgast fræðilegan grunn, en auk þess voru viðtöl tekin til að öðlast innsýn í raunnotkun fræðanna. Velt var upp þeirri spurningu hvort ein verðmatsaðferð hentaði betur en aðrar á tímum
  mikillar óvissu og varð niðurstaðan sú að ein er talin bera höfuð og herðar yfir aðrar en hún er þó ekki sú sem fræðimenn og sérfræðingar telja mest notaða. Það má túlka á nokkra vegu en skýrsluhöfundur telur að þrátt fyrir lof þessarar tilteknu
  aðferðar henti hún ekki öllum og á það jafnvel sérstaklega við hér á Íslandi. Það geti því fleiri en ein aðferð hentað og fer það í raun eftir því hver verðmetur og hvað er verðmetið.

Samþykkt: 
 • 20.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_Ritgerð_Verðmat_261284-2439_Thorarinn_Olason.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna